REGLUR OG FERLAR FYRIRTÆKISINS

Industrial Wear starfar samkvæmt heildstæðri stefnu um
gæði, umhverfi, heilsu og öryggi á vinnustað, sem felur í sér skuldbindingu um
að vinna stöðugt að því að bæta frammistðu okkar, bæði hvað varðar gæði
vöru og þjónustu
 við viðskiptavini og verndun
umhverfis og heilsu og öryggis starfsmanna
. Innleiðing á samþættu stjórnunarkerfi
(IMS)
 gerir okkur kleift að mæta öllum væntingum viðskiptavina, draga
verulega úr umhverfisáhrifum og lágmarka áhættu í starfi. Þessi víðtæka yfirsýn
gerir okkur kleift að koma á samvirkni á milli mikilvægra stjórnunarþátta,
starfa á skilvirkan hátt á alþjóðavísu og innleiða verkfæri til að vakta
alla ferla og starfsemi fyrirtækisins
.

 


Sækja stefnuna, undirritaða af yfirstjórn.

 
 

 

Industrial Wear hefur lagt áherslu á að fylgja vottunarferli
í samræmi við TÜV SÜD brand, en þannig getum við ábyrgst skilvirkni
iðnaðarumsýslukerfa
 okkar, með því að beita helstu alþjóðlegu stöðlum
í öllu matsferlinu. Áhersla okkar á að gera stöðugt úrbætur á öllum sviðum
hefur leitt til að fyrirtækið hefur fengið eftirfarandi vottanir:

 
 
 
 

 

Industrial Wear, sem hefur ávallt lagt áherslu á fjölbreytni, réttsýni og tillitssemi, var metið í samræmi við UNI/PoR 125:2022 og hefur hlotið vottun sem er veitt fyrirtækum sem skuldbinda sig til að stuðla að og tryggja jafnrétti kynjanna á vinnustað, auka tækifæri til framfara í starfi og draga úr kynbundnum launamun. Vottunin hvetur til uppbyggingar samfélagslega sjálfbærs vinnuumhverfis og fjölbreyttrar fyrirtækjamenningar fyrir öll, bæði innan fyrirtækisins og með tilliti til hagsmunaaðila.

UNI/PdR 125

 
 

 

Lögmætiseinkunnin er vísir fyrir gerviefni sem gefinn er út af ítölskum samkeppnisyfirvöldum (AGCM), í samráði við innanríkis- og dómsmálaráðuneyti ítalska ríkisins, sem vottar að hve miklu leyti farið er að ströngum kröfum um lögmæti og árvekni fyrirtækja gagnvart réttum og löglegum rekstraraðferðum hjá þeim fyrirtækjum sem hafa óskað eftir slíkri vottun. Markmiðið er að stuðla að og hvetja til þess að siðferðisgildi séu höfð í hávegum í viðskiptum. Einkunnakvarðinn er minnst ein og mest þrjár stjörnur, fyrir fyrirtæki sem uppfylla allar kröfurnar.

 
 

 

SATRA eru óháð rannsóknar-
og prófunarstofnun sem stofnuð var í Bretlandi árið 1919. Stofnunin er tilkynntur
aðili samkvæmt ýmsum breskum og evrópskum tilskipunum og reglugerðum og er í
dag leiðandi á sviði tæknilegra prófana á persónuhlífum, einkum
skófatnað og leðurvörur. Aðildarfélagar SATRA geta nýtt sér
prófunaraðferðir og rannsóknir stofnunarinnar og fengið ráðgjöf, tæknilega
þjálfun og faglega vottun. Aðild Industrial Wear að SATRA
er
 staðfesting á metnaði fyrirtækisins til að mæta ströngustu
gæðakröfum
.

 

 
 

 

Frá árinu 2019 hefur Industrial Wear verið aðili
UNI, eða Italian National Unification Body. Þetta er einkarekið
félag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni og sinnir tæknilegri stöðlun í öllum
iðnaðar-, verslunar- og
þjónustugreinum, að undanskildum raf- og
rafeindatækniiðnaði. Féalgið tekur fyrir hönd Ítalíu þátt í stöðlunarvinnu
alþjóðlegu staðlasamtakanna ISO og CEN. Aðild að UNI veitir aðgang að
nýjustu upplýsingum á þessu sviði og gerir fyrirtækinu kleift að taka þátt í að
skilgreina gæðaviðmiðin fyrir eigin framleiðslu.

 

 
 

 

Industrial Wear starfar aðeins með birgjum sem eru
skráðir hjá AMFORI, enda er fyrirtækið opinber aðildarfélagi að þeim
samtökum
.

Siðareglur Amfori fyrir samfélagslegt átak á sviði samhæfi (BSCI,
eðaBusiness Social Compliance Initiative) byggir á meginreglum um lagafylgni,
félagafrelsi, réttinn til að semja um hagstætt verð, eðlilegan vinnutíma,
sanngjörn launakjör og heilsu– og öryggisvernd í starfi. Aðlidarfélagar AMFORI
skuldbinda sig einnig til að banna hvers konar mismunun og misbeitingu, þvingun
á vinnuafli og barnaþrælkun. Aðildarfélögum ber einnig að beita viðeigandi
ráðstöfunum til að lágmarka skaðleg áhrif framleiðsluferla á samfélagið,
náttúruauðlindir og umhverfið í heild. Með því að fylgja siðareglum BSCI sýnir
fyrirtækið skýran vilja til að starfa á siðrænan hátt á öllum stigum
framleiðslunna.

 

 
 

 

Helstu birgjar Industrial Wear framleiða vörur úr hráefnum sem hafa fengið
vottunina OEKO-TEX® (International Association for Research and Testing in the Field of
Textile and Leather Ecology). STAÐALLINN STANDARD 100 frá Oeko-Tex ® er alþjóðlega óháð
eftirlits- og vottunarkerfi fyrir hráefni og hálfgerðar og fullgerðar vörur í
textíliðnaði á hverju framleiðslustigi, sem og fyrir þau aukefni sem notuð eru.
Markmiðið með STANDARD 100 er að tryggja að vörur innihaldi engin efni
sem eru skaðleg heilsu
, með því að beita ströngum vottunarskilyrðum og
vísindalegum prófunaraðferðum og setja reglur um hámarksinnihald tiltekinna
efna. Ítarlegar úttektir á vottuðum vörum og regluleg endurskoðun á starfsemi
fyrirtækja eflir vitund allra aðila í geiranum um notkun íðefna, til langs tíma
og í alþjóðlegu samhengi.