2.000
160
5.000
10
50.000
2.000
Vörur í vörulista
Starfsmenn innanhúss
Starfsfólk við úrvinnslu
Skrifstofur í heiminum
Flatarmál fermetra á Ítalíu
Dreifingaraðilar
 

Sagan okkar

Payper var hugarfóstur Valentini-fjölskyldunnar sem
hreifst af fordæmi vinar fjölskyldunnar, björgunarflugkappans knáa, og ákvað
því að helga líf sitt framleiðslu og þróun öryggisfatnaðar og
starfsmannafatnaðar sem bæði auðveldaði eðlilegar hreyfingar og væri
einstaklega vandaður og í fáguðum stíl eins og Ítala er von og vísa. Fyrirtækið
óx hratt og sérhæfð þekking og reynsla fjölskyldunnar varð til þess að Industrial
Wear
var hleypt af stokkunum árið 2003. Markmiðið með stofnun þess
fyrirtækis var að iðnvæða framleiðsluna á grundvelli fenginnar reynslu og
kunnáttu, breikka vöruframboðið, auka þjónustuna og hasla sér völl á nýjum
markaðssvæðum. Árið 2006 var fyrirtækið komið með vörudreifingu um alla Ítalíu
og sneri sér þá að útflutningi til allra helstu markaðssvæða Evrópu. Í dag er
vörulisti fyrirtækisins með yfir 2000 vörur, sem margar eru einkaleyfavarðar,
og státar af fjölda gæðavottana. Árlega setur fyrirtækið í sölu yfir 50 nýjar
vörur sem verða til í hönnunar- og vöruþróunardeildinni á Ítalíu og er sífellt
að leita nýrra leiða á sviði nýsköpunar og glæsilegrar hönnunar. Öll
framleiðsla fer fram samkvæmt ströngu gæðaeftirliti starfsmanna á tæknisviði,
með bækistöðvar í ýmsum heimshlutum. Árið 2017 voru nýjar höfuðstöðvarnar
vígðar nýjar höfuðstöðvar í nokkrum samtengdum byggingum þar sem er að finna
800 fm sýningarsal sem rúmar allar vörur sem Payper hefur markaðssett, sem og
vöruhús með nýjustu tæknilausnum á sviði birgðastjórnunar.

 

 


 

PAYPER, SKÖPUNARKRAFTUR, RANNSÓKNIR, ÞRÓUN.

Payper er ítalskt fyrirtæki með starfsemi á um heim
allan sem býr að mikilli reynslu á sviði hönnunar, hráefnisöflunar og framleiðslu
á starfsmannafatnaði og hversdagsklæðnaði við vinnu
, en helsta markmið
fyrirtækisins eru að gera starfsumhverfi öruggara, skilvirkara og meira
aðlaðandi. Allir þættir starfseminnar einkennast af ríkri áherslu á gæði
og fullkominni stjórn á öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun til
birgðastjórnunar, en þannig getur fyrirtækið ábyrgst sérlega vandaða og
endingargóða vöru. Vörulínur Payper eru þróaðar af skapandi og reynslumiklu rannsókna-
og þróunarteymi á Ítalíu
, sem hefur fulla yfirsýn með öllum smáatriðum,
allt frá rannsóknarvinnu til hönnunar, þróunar, framleiðslu og pökkunar.
Framleiðslan fer fram í verksmiðjum samstarfsaðila í ýmsum heimshlutum og er
vottuð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum um vernd, öryggi og samfélagslega ábyrgð. Á
tæknilegum starfsstöðvum starfar fagfólk sem er ráðið beint af fyrirtækinu og á
í virku samstarfi við ítölsku rannsóknastofu- og gæðaprófunardeildina um
að tryggja samhæfi við framleiðslustaðla og vinnuskilyrði.

 

 
 
 

PAYPER, IÐNAÐUR 4.0

Payper hefur ávallt lagt mikla áherslu á tækninýjungar og
er þess vegna í fremstu röð meðal framúrskarandi fyrirtækja í sínum geira í
Evrópu. Í nýja húsnæðinu, sem vígt var árið 2017, hefur Payper innleitt háþróuðustu
tiltæku lausnirnar á sviði birgðastjórnunar
, sem samþætta stjórnunarkerfi
við nýja og sjálfvirka framleiðslutækni. Þannig er tryggt að verksmiðjur okkar
eru umhverfisvænar og að starfsmönnum okkar líði vel, en styttum um leið
umsýslutíma pantana og aukum framleiðnina. Ferlið er forritað frá frumstigi til
lokastigs, sem fyrirbyggir hættuna á mistökum.

 

 
 
24H
90.000
3.000
2.000.000
4.000.000
Úrvinnslutími pöntunar
Sendar vörur / á dag 
Kassar sendir / á dag 
Pöntunarlínur sem unnið er úr / á ári
Mögulegar pöntunarlínur/ár
 

PAYPER, TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚIN.

Payper starfar sem samstarfsaðili fyrirtækja og
veitir í því skyni fjölþætta þjónustu til að tryggja að samskipti við
viðskiptavini verði sem skilvirkust og best. Sérhæft söluteymi á hverju svæði,
þjónusta við viðskiptavini á fjölda tungumála og markaðssetningar- og
útlitshönnunardeild fyrirtækisins leggja sig fram við að mynda náin og traust
tengsl við viðskiptavini. Pöntunarkerfi okkar á netinu, sem er aðgengilegt á
payperwear.com, er einfalt í notkun og með því má spara tíma, kanna lagerstöðu
hverju sinni og leggja inn pöntun sem er afgreidd innan sólarhrings. Vefsvæðið
payperwear.com birtir nýjustu upplýsingar um vörur og vörukynningar og
eiginleikinn Útlitsval gerir kleift að skoða endanlegt útlit og
samsetningu valinnar vöru.