Industrial Wear tekur þátt í Better Cotton-áætluninni

Fyrir sjálfbærari framtíð!

Industrial Wear hefur ávallt hugað vel að sjálfbærnimálefnum og er nú stolt af því að vera meðlimur í Better Cotton-áætluninni.

Better Cotton eru alþjóðleg samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni og þau halda úti stærstu sjálfbærniáætlun fyrir bómullarframleiðslu í heiminum. Markmiðið er að hjálpa samfélögum sem framleiða bómull að halda velli og þrífast vel með því að vernda og endurheimta umhverfið. Samtökin halda úti nýsköpunarsjóði fyrir landbúnaðarsamfélög og nota aðildargjöldin til að mæta vinnutengdum áskorunum sem algengar eru í landbúnaði. Markmiðið er að bómullarræktun verði sífellt sjálfbærari.



Helstu grundvallarreglur

Til að ná þessu markmiði stendur Better Cotton fyrir framtaksverkefnum fyrir bændur sem byggja á sjö grundvallarreglum:

1. Plöntuvarnir: að hætta notkun skordýraeiturs og innleiða aðrar aðferðir í staðinn;
2. Notkun vatns á sjálfbæran hátt;

3. Eftirlit með heilbrigði jarðvegs því að heilbrigður jarðvegur skilar umfangsmeiri og betri uppskeru;

4. Viðhald og endurbætur á líffræðilegri fjölbreytni;

5. Innleiðing á bestu starfsvenjum við söfnun, geymslu og flutning á bómullartrefjum;

6. Mannsæmandi starfsskilyrði;

7. Skilvirk umsjónarkerfi með samþættum verklagsreglum og verkferlum.

Markmiðið með Better Cotton-áætlunin er því að draga úr notkun efnavara og koma í veg fyrir neikvæð áhrif þeirra á umhverfið, að nota vatn á skilvirkari hátt og að bæta lífsskilyrði bómullarbænda og þar með efnahagsþróun í samfélögum þeirra.


 

 

 
 

Massajafnvægi

Þessi áætlun er í sífelldri þróun og á
hverju ári verða til ný markmið, bæði fyrir samtökin sjálf og meðlimi þeirra.

Better Cotton vinnur með samstarfsaðilum á
þessu sviði um allan heim til að veita bómullarsamfélögum stuðning og bæta lífskjörin
innan þeirra. Með því að fylgja þessum grundvallarreglum geta bændur framleitt
bómull á hátt sem er bæði betri fyrir þá sjálfa og fyrir umhverfið.
Einnig er sérstök áhersla lögð á jafnrétti kvenna
innan þessara samfélaga til að gera þeim kleift að öðlast fjárhagslegt
sjálfstæði
.

Að vera meðlimur í þessum samtökum felur í
sér fjárfestingu í sjálfbærari landbúnaðaraðferðum og verkferlum sem hafa
jákvæð áhrif á alla virðiskeðjuna.

Ekki er hægt að rekja Better Cotton með
áþreifanlegum hætti í lokaafurðunum
. Í reynd er þessi áætlun hugsuð sem vörslukeðjuumgjörð sem ber heitið massajafnvægi
þar sem Better Cotton-bændur njóta góðs af eftirspurninni eftir Better
Cotton í magni sem jafngildir því sem er í framboði.

Smelltu
hér til að fá frekari upplýsingar.

 
 

Skuldbinding Payper á sviði sjálfbærni

Við erum afar stolt af samstarfi okkar við þessa stofnun. Að styðja við samfélög sem rækta bómull og huga að umhverfinu er sameiginlegt markmið okkar því að þannig skilar þessi atvinnugrein sem við erum hluti af enn betri frammistöðu gagnvart samfélagi, umhverfi og efnahagsmálum. Í samræmi við siðferðilega nálgun okkar reiðum við okkur á áreiðanlega og einkar vandaða birgja sem aðhyllast sömu gildin. Til að gera aðfangakeðjuna sífellt gagnsærri hafa flestir þeirra gerst aðilar að Better Cotton-áætluninni og þannig sýnt stuðning því markmiði okkar að ýta undir bestu starfsvenjur við bómullarræktun um allan heim. Þessi sameiginlegi tilgangur gerir okkur kleift að auka sífellt það magn afurða sem framleitt er með sjálfbærri bómull. Á örfáum mánuðum höfum við náð að nota sjálfbæra bómull við framleiðslu á okkar helstu stuttermabolum og pólóbolum. Markmið okkar er að framleiða 100% af bolum okkar, pólóbolum og peysum með sjálfbærri bómull fyrir árið 2023 og í framhaldinu víkka þessa skuldbindingu okkar út til allra okkar bómullarvara.

Fyrir sífellt sjálfbærara samfélag og framtíð.





Niðurstöðurnar okkar

SunsetSunrise
VeniceSkipperFlorenceVerona

framleiddar með Better Cotton frá árinu 2022

Markmiðin okkar

100%
stuttermabolir, pólóbolir, peysur og buxur
framleiddar með Better Cotton fyrir árið 2023